Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 11. mars 2023 15:40
Aksentije Milisic
Í fyrsta sinn sem Salah hittir ekki á markið úr vítaspyrnu
Mynd: EPA

Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, átti ekki góðan dag þegar liðið tapaði gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.


Liverpool slátraði Manchester United um síðustu helgi en tókst engan veginn að fylgja þeim sigri eftir þegar liðið mætti nýliðum Bournemouth sem voru í neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn.

Þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka þá fékk Liverpool vítaspyrnu eftir að Diogo Jota hafði skallað boltann í hönd varnarmanns Bournemouth.

Fyrir leikinn í dag hafði Salah tekið tuttugu vítaspyrnur í ensku úrvalsdeildinni og skorað úr átján. Hin tvö höfðu verið varin.

Spyrnan hans í dag var hörmuleg en hann skaut boltanum töluvert framhjá markinu. Þetta var því í fyrsta skiptið á ferli hans í ensku úrvalsdeildinni sem hann hittir ekki á markið af vítapunktinum.

Slæmur dagur fyrir Liverpool en liðið mætir Real Madrid á miðvikudaginn kemur í síðari leik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Spænska stórveldið leiðir einvígið með þremur mörkum.


Athugasemdir
banner
banner
banner