
Kvennalið KR hefur styrkt sig fyrir komandi átök í Lengjudeildinni en bandaríski sóknarmaðurinn Jewel Boland er komin til félagsins og mun spila með liðinu í sumar.
Boland er fædd árið 1999 og hefur síðustu ár spilað fyrir Southern Methodist-háskólann í Dallas í Bandaríkjunum.
Á þremur árum sínum þar skoraði hún 13 mörk og lagði upp þrjú mörk en nú mun hún reyna fyrir sér í Lengjudeildinni.
Boland hefur fengið félagaskipti sín yfir í KR og mun styrkja liðið í baráttunni í sumar.
KR féll úr Bestu deildinni á síðasta ári en liðið hafnaði í neðsta sæti og náði aðeins í tíu stig.
Athugasemdir