
Íslendingalið Kristianstad er komið í undanúrslit sænska bikarsins eftir að hafa unnið 3-1 sigur á Alingsås í lokaleiknum í riðlakeppninni í dag. Hlín Eiríksdóttir skoraði og þá sá Emelía Óskarsdóttir rautt í sigrinum.
Hlín og Emelía voru báðar í byrjunarliði Kristianstad í dag. Hlín var mikil ógn fram á við og skapaði sér nokkra sénsa.
Amanda Andradóttir kom inná í byrjun síðari hálfleiksins og stuttu síðar var Emelía rekin af velli.
Það breytti ekki miklu. Kristianstad keyrði á Alingsås af krafti og var það Hlín sem gerði þriðja markið af stutt færi áður en hún lagði upp fjórða markið fyrir Evelyne Liens.
Öruggur 6-2 sigur og hafnaði Kristianstad í efsta sæti riðilsins með 9 stig og er því komið í undanúrslit bikarsins. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad. Guðrún Arnardóttir og stöllur í Rosengård sitja eftir en Guðrún sat á bekknum í 1-1 jafntefli gegn Linköping.
Athugasemdir