lau 11. mars 2023 20:15
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Kristín Erna skoraði tvö í sigri ÍBV - Þrjú rauð spjöld í lokin
Kristín Erna skoraði tvö fyrir Eyjakonur
Kristín Erna skoraði tvö fyrir Eyjakonur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding 0 - 3 ÍBV
0-1 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('22 )
0-2 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('54 )
0-3 Thelma Sól Óðinsdóttir ('88 )
Rautt spjald: , ,Alexander Aron Davorsson, Afturelding ('89)Ruth Þórðar Þórðardóttir , Afturelding ('89)Sævar Örn Ingólfsson , Afturelding ('89)

Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði tvö mörk er ÍBV vann Aftureldingu 3-0 í A-deild Lengjubikars kvenna er liðin mættust á Malbikstöðinni að Varmá í dag. Það var allt á suðupunkti undir lok leiks og fengu þrír aðilar úr þjálfaraliði Aftureldingar rauða spjaldið.

Eyjakonur komust yfir á 22. mínútu. Kristín Erna gerði markið en hún bætti síðan við öðru snemma í þeim síðari. Undir lok leiksins skoraði Thelma Sól Óðinsdóttir þriðja mark Eyjaliðsins en í kjölfarið komu þrjú rauð spjöld.

Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, fékk rauða spjaldið, en einnig aðstoðarfólk hans, Ruth Þórðar Þórðardóttir og Sævar Örn Ingólfsson.

Þetta var fjórða tap Aftureldingar í Lengjubikarnum en liðið er í botnsæti riðils 2. ÍBV er á meðan með 6 stig í þriðja sæti riðilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner