
Víkingur er í efsta sæti B-deildar Lengjubikarsins með 10 stig eftir að liðið vann Grindavík 5-1 í Víkinni í dag.
Heimakonur lentu undir á 13. mínútu er Þuríður Ásta Guðmundsdóttir kom boltanum í netið en það tók þó engan tíma fyrir Víkinga að svara því.
Nadía Atladóttir jafnaði metin tæpri mínútu síðar áður en Selma Dögg Björgvinsdóttir kom heimakonum í forystu. Freyja Stefánsdóttir kom Víkingum í tveggja marka forystu á 49. mínútu áður en Selma gerði annað mark sitt í leiknum þegar klukkutími var liðinn.
Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir rak síðasta smiðshöggið á sigur Víkinga sem eru með 10 stig og ósigraðar í efsta sæti B-deildarinnar.
Einherji lagði ÍR, 2-0, í C-deildinni. Coni Ion skoraði bæði mörk Einherja í leiknum. Einherji, ÍR og Völsungur eru öll með þrjú stig í riðli 2.
Úrslit og markaskorarar:
Víkingur R. 5 - 1 Grindavík
0-1 Þuríður Ásta Guðmundsdóttir ('13 )
1-1 Nadía Atladóttir ('14 )
2-1 Selma Dögg Björgvinsdóttir ('27 )
3-1 Freyja Stefánsdóttir ('49 )
4-1 Selma Dögg Björgvinsdóttir ('60 )
5-1 Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir ('67 )
C-deild:
Einherji 2 - 0 ÍR
1-0 Coni Adelina Ion ('27 )
2-0 Coni Adelina Ion ('49 )
Athugasemdir