Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. mars 2023 21:35
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: ÍR, Ægir og Ýmir unnu
Alexander Kostic var á skotskónum hjá ÍR
Alexander Kostic var á skotskónum hjá ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ýmir vann baráttusigur á Reyni Sandgerði
Ýmir vann baráttusigur á Reyni Sandgerði
Mynd: Twitter
ÍR og Ýmir eru með fullt hús stiga í B-deild Lengjubikarsins eftir að liðin unnu í dag.

Ýmir vann þriðja leik sinn í riðli 1 í B-deildinni er liðið lagði Reyni Sandgerði, 4-3, í hörkuleik. Sigurmark Ýmis gerði Guðmundur Axel Blöndal þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum.

Ýmismenn eru því í toppsætinu með fullt hús stiga eins og ÍR sem vann fjórða leik sinn í röð er liðið vann KFG, 3-1, í riðli 3. Fátt kemur í veg fyrir að liðið fari upp úr riðlinum. Ægir vann KFS, 2-1, í sama riðli, en Ægir er með 6 stig eftir fjóra leiki.

SR vann þá endurkomusigur á Skallagrím, 4-3, þar sem Guðfinnur Þórir Ómarsson gerði sigurmarkið í blálokin. Fyrsti sigur SR í bikarnum en Skallagrímur er án sigurs í riðli 4 í C-deildinni.

KB lagði KM, 2-1, í riðli 1 en liðið er nú með þrjú stig á meðan KM er án stiga.

Úrslit og markaskorarar:

B-deild:

Riðill 1:

Ýmir 4 - 3 Reynir S.
1-0 Arian Ari Morina ('14 )
2-0 Arian Ari Morina ('20 )
2-1 Ársæll Kristinn Björnsson ('44 )
3-1 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('50 )
3-2 Óðinn Jóhannsson ('64 )
3-3 Kristófer Páll Viðarsson ('67 )
4-3 Guðmundur Axel Blöndal ('83 )

Riðill 3:

Ægir 2 - 1 KFS
1-0 Hallgrímur Þórðarson ('10 , Sjálfsmark)
2-0 Emil Ásgeir Emilsson ('22 )
2-1 Óskar Elías Zoega Óskarsson ('34 )

KFG 1 - 3 ÍR
0-1 Alexander Kostic ('31 )
0-2 Ágúst Unnar Kristinsson ('43 )
1-2 Jón Arnar Barðdal ('79 )
1-3 Olsi Tabaku ('90 )
Rautt spjald: ,Arnar Ingi Valgeirsson , KFG ('68)Ólafur Bjarni Hákonarson , KFG ('90)

C-deild:

Riðill 1:

KB 2 - 1 KM
1-0 Emil Örn Benediktsson ('35 )
1-1 Alvin Nanguwa Chainda ('86 )
2-1 Gústaf Hreinn L Kristjánsson ('90 )

Riðill 4:

Skallagrímur 3 - 4 SR
0-1 Luis Lucas António Cabambe ('41 )
1-1 Luis Alberto Rodriguez Quintero ('56 )
2-1 Luis Alberto Rodriguez Quintero ('58 )
2-2 Markús Pálmi Pálmason ('65 )
3-2 Ólafur Már Kristjánsson ('75 )
3-3 Markús Pálmi Pálmason ('79 )
3-4 Guðfinnur Þórir Ómarsson ('89 )
Athugasemdir
banner
banner
banner