Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 11. mars 2023 10:20
Aksentije Milisic
Richarlison á lista hjá Real - Mbappe sér eftir nýjum samningi hjá PSG
Powerade
Real fylgist með Brassanum.
Real fylgist með Brassanum.
Mynd: EPA
Gæti endað hjá Real fyrr eða síðar.
Gæti endað hjá Real fyrr eða síðar.
Mynd: EPA
Hvað verður um Conte?
Hvað verður um Conte?
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Richarlison, Mbappe, Kane, Gundogan, Conte, Messi og fleiri öflugir í slúðurpakka dagsins. BBC tók allt það helsta saman.
_______________________


Brasilíumaðurinn Richarlison, leikmaður Tottenham Hotspur, er orðaður við Real Madrid en þessi 25 ára gamli leikmaður er hugsaður sem arftaki Karim Benzema. Þá eru Kylian Mbappe (24) og Goncalo Ramos (21), leikmenn PSG og Benfica, einnig á listanum hjá Real. (Mundo Deportivo)

Mbappe hafði samband við Real Madrid á síðasta ári í gegnum sitt teymi en þar sagði leikmaðurinn að hann sér eftir því að hafa skrifað undir nýjan samning við PSG. (Marca)

Juventus vill kaupa Richarlison í staðinn fyrir Serbann Dusan Vlahovic (23). Vlahovic er sagður á förum frá Juventus í sumar. (Calciomercato)

Real Madrid vill fá Mbappe en félagið vonast eftir því að fá hann á frjálsri sölu árið 2025 þegar samningur hans við PSG rennur út. (AS)

Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, er efstur á óskalista Manchester United næsta sumar. (Manchester Evening News)

Tottenham vill hins vegar að Kane skrifi undir nýjan samning við félagið. (90 min)

Firmino vill komast til Barcelona en hann mun yfirgefa Liverpool þegar tímabilið klárast. (Onefootball)

Þá er Þjóðverjinn Ilkay Gundogan orðaður við Barcelona en spænska félagið vill fá þennan 32 ára gamla leikmann til að styrkja miðjuna hjá liðinu. (Sport)

Thomas Tuchel, fyrrverandi stjóri Chelsea, vill ekki taka við Tottenham í sumar ef liðið nær ekki sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. (Football Insider)

Inter Milan er að skoða það að ráða Antonio Conte aftur til liðsins en hann gerði liðið að Ítalíumeisturum á þarsíðasta tímabili. (Football Insider)

Conte gæti tekið við liði Roma af Jose Mourinho í sumar. (Football Italia)

Milan Skriniar, varnarmaður Inter Milan, hefur ákveðið að ganga til liðs við PSG á frjálsri sölu næsta sumar. (Fabrizio Romano)

PSG mun losa sig við Neymar eða Lionel Messi í sumar til þess að geta eytt meiri pening. Eins og staðan er núna getur félagið einungis eytt rúmum 70 milljónum punda í leikmenn næsta sumar. (Goal)

Inter Miami er að reyna allt sem það getur til að fá Lionel Messi til liðsins. (L'Equipe)

Brentford mun ekki selja David Raya (27), markvörð liðsins, í sumar ef liðið fær ekki almennilegt tilboð í hann. Spánverjinn gæti því farið á frjálsri sölu eftir næsta tímabil. (90min)

Steve Cooper gæti fengið meira en 100 milljónir punda til styrkja lið Nottingham Forest í sumar ef liðið nær að bjarga sér frá falli. (Football Insider)

Arsenal, Liverpool, Manchester United, Newcastle eru að fylgjast með miðjumanni Lille, Carlos Baleba (19). (90min)

Chelsea, Manchester United og Arsenal hafa þá öll áhuga á Belganum Romeo Lavia sem er 19 ára miðjumaður Southampton. (Football Insider)

Glazer fjölskyldan stefnir á að selja Manchester United áður en félagsskiptaglugginn opnar í júní mánuði. (Telegraph) 


Athugasemdir
banner
banner
banner