Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. mars 2023 17:15
Brynjar Ingi Erluson
Sara Björk skoraði er Juventus komst í úrslit í þriðja sinn á fimm árum
Sara BJörk fagnar af innlifun
Sara BJörk fagnar af innlifun
Mynd: Getty Images
Sara Björk Gunnarsdóttir ög stöllur hennar í Juventus eru komnar í úrslit ítalska bikarsins eftir að hafa unnið erkifjendur þeirra í Inter, 2-1, á Juventus Center í Vinovo í Tórínó í dag.

Fyrrum landsliðskonan skoraði með skalla strax á 2. mínútu leiksins áður en Inter jafnaði sjö mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Juventus tryggði sæti sitt í úrslitum með marki í framlengingu og fer því samanlagt áfram, 3-2.

Þetta er í þriðja sinn sem Juventus kemst í úrslit frá því liðið var sett á laggirnar fyrir sex árum síðan. Fyrsti úrslitaleikur liðsins var árið 2018.

Juventus mætir Roma í úrslitum en Roma hafði betur gegn AC Milan, 3-1 og fer því samanlagt áfram 3-2. Guðný Árnadóttir kom inná sem varamaður hjá Milan á 65. mínútu leiksins.


Athugasemdir
banner
banner