Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. mars 2023 20:54
Brynjar Ingi Erluson
Segist fá ósanngjarna meðferð frá dómurum - „Ég vil ekki að þeir verndi mig"
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Vinicius Junior er orðinn verulega þreyttur á dómurunum á Spáni en hann segist fá ósanngjarna meðferð frá þeim.

Vinicius hefur fengið litla vernd frá dómurum á þessari leiktíð og er ítrekað sparkaður niður í leikjum án þess að leikmenn þurfi að gjalda eitthvað sérstaklega fyrir það.

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefur talað um þetta í fjölmiðlum og leikmaðurinn sömuleiðis, en hann kvartaði aftur yfir dómgæslunni í sigrinum á Espanyol í dag.

„Þegar hinir brjóta þá fá þeir ekki gult spjald fyrir en þegar ég framkvæmi mitt fyrsta brot þá fæ ég gult spjald um leið. Ég vil ekki að þeir verndi mig heldur vil ég að þeir blási í flautuna þegar brot á sér stað. Þeir brutu fimmtán sinnum á okkur og fengu ekki spjald fyrr en á 89. mínútu,“ sagði Vinicius.
Athugasemdir
banner
banner
banner