Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   þri 11. mars 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gasperini: Lookman gæti orðið fyrirliði
Mynd: EPA
Gian Piero Gasperini, stjóri Atalanta, og Ademola Lookman, leikmaður liðsins, voru ekki beint bestu vinir í síðasta mánuði eftir að Gasperini gagnrýndi leikmanninn fyrir að klúðra vítaspyrnu í leik gegn Club Brugge í Meistaradeildinni.

Atalanta tapaði viðureigninni og féll úr leik í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Gasperini hrósaði Lookman hins vegar eftir sigur liðinsins á Juventus um helgina. Lookman innsiglaði 4-0 sigur liðsins gegn Juventus með marki þegar tæpur stundafjórðungur var til leiksloka.

„Þegar hópur er saman í 300 daga á ári munu menn vera með misjafnar skoðanir. Lookman hefur orðið frábær leikmaður þegar hann bætti sýn sína á liðið. Hann var meira eins og einstaklingur áður. Hann gerði Atalanta frábært og Atalanta gerði hann frábærann. Ég er sannfærður um að hann verði fyrirliði áður en tímabilinu lýkur."
Athugasemdir