Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 11. mars 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Svekkjandi fyrir hann, Leverkusen og þýska landsliðið"
Mynd: EPA
Bayern er 3-0 yfir gegn Leverkusen í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir fyrri leik liðanna í Bayern.

Leon Goretzka, miðjumaður Bayern segir að einvígið sé langt því frá búið.

„Það er augljóslega forskot að koma hingað með 3-0 forystu. Þetta er fimmti leikurinn gegn Leverkusen og allir hafa verið jafnir. Þrátt fyrir úrslitin í fyrri leiknum viljum við vinna leikinn í dag og sýna okkar bestu hliðar," sagði Goretzka.

Leverkusen missti sinn besta leikmann, Florian Wirtz, í meiðsli á dögunum og ljóst er að hann verður frá næstu vikurnar

„Ég óska honum góðs bata. Þetta er svekkjandi fyrir hann, Leverkusen og þýska landsliðið. Leverkusen er með marga góða leikmenn. Það breytir því ekki hvernig við nálgumst leikinn," sagði Goretzka.

Wirtz er 21 árs þýskur landsliðsmaður og meiddist í 2-0 tapi gegn Werder Bremen á laugardaginn. Hann hefur skorað níu deildarmörk og lagt upp tóu. Í Meistaradeildinni er hann með sex mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner