Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 14:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristall Máni velur Fantasy lið - „Haaland Bestu deildarinnar"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
gottlífutanvallar
gottlífutanvallar
Mynd: Fantasy Besta Deildin/Skjáskot
2. umferðin í Bestu deildinni hefst á sunnudag og eru allir sem ekki eru búnir að skrá sig í Fantasy leik Ford Bestu deildarinnar til að skrá sig. Þetta býr til meiri spennu fyrir leikina og eykur skemmtanagildið. Vinirnir geta keppt sín á milli, vinnustaðir og svo framvegis.

Smelltu hér til að taka þátt

Fótbolti.net fékk Kristal Mána Ingason, leikmann SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni, til þess að setja saman lið og útskýra val sitt. Kristall hefur leikið erlendis frá því að hann hélt utan sumarið 2022.

„Liðið heitir gottlífutanvallar," segir Kristall. Hann stillir upp í leikkerfið 4-3-3. „Ég hefði í rauninni viljað velja 1-3-6, en það ar ekki hægt svo ég valdi 3-4-3 einfaldleg út af því það nennir enginn að verjast eða horfa á varnarleik."

„Ég valdi öftustu þrjá út frá því að einn þeirra er þykkur Skagamaður og bíður bara aftast í vörninni og hinir tveir eru góðir leikarar inn í teignum."

„Síðan er Viktor Karl þarna af því hann gerir næs jakkaföt (Zantino) og ég veit ekki af hverju Jóhann er þarna, en hann er þarna. Lexi er þarna af því ég veit að hann hlustar á Húbbabúbba. Arnór er svo fyrirliði af því hann lítur vel út utan vallar."


Kristall er hluti af HúbbaBúbba tvíeykinu ásamt Eyþóri Wöhler og hafa þeir slegið í gegn síðustu misseri.

„Í framlínunni er ég með einn sköllóttan því það er hot og einn Dana því ég kann vel við Danmörku. Ég er með Helga Guð því hann er Haaland Bestu deildarinnar. Þá er ég með Ingvar í markinu því hann fílar lagið Rúntarinn með Steinda," segir Kristall.
Athugasemdir
banner
banner