Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 10:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir Valsarar og Gylfi dýrastir í íslenska Fantasy leiknum
Patrick Pedersen er fyrirliðinn hjá þeim sem fengu flestu stigin í fyrstu umferðinni.
Patrick Pedersen er fyrirliðinn hjá þeim sem fengu flestu stigin í fyrstu umferðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónatan átti góðan leik gegn Vestra og var óheppinn að skora ekki.
Jónatan átti góðan leik gegn Vestra og var óheppinn að skora ekki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi verður í banni gegn KA.
Gylfi verður í banni gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú styttist í að 2. umferðin í Bestu deildinni hefjist og af hverju ekki að búa til lið í Fantasy fyrir umferðina, bara til að gera hana enn áhugaverðari! 2. umferðin hefst á sunnudag og lýkur á mánudag.

Smelltu hér til að taka þátt

Fantasy virkar þannig að þú færð 100 milljónir króna til að setja saman ellefu manna liði. Leikmenn fá svo stig fyrir að skora mörk og leggja upp og varnarmenn og markmenn fá líka stig fyrir að halda hreinu. Í hverju liði er svo einn fyrirliði sem fær tvöföld stig. Smelltu hér til að lesa nánar um stigagjöfina

Munurinn á Fantasy Premier League og því íslenska er sá að í íslensku útgáfunni þarf einungis að velja ellefu leikmenn, en ekki fimmtán.

Fótbolti.net tók saman dýrustu leikmennina í leiknum. Nítján leikmenn kosta 10 milljónir eða meira. Hæsti verðmiðinn er 13 milljónir en þrír leikmenn kosta þá upphæð. Það eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Patrick Pedersen og Jónatan Ingi Jónsson. Gylfi verður í leikbanni í leiknum gegn KA og fær því engin stig fyrir þann leik.

Dýrustu framherjar
Patrick Pedersen - 13m
Viktor Jónsson - 12,5m
Emil Atlason - 12,5m
Viðar Kjartansson - 12m
Tobias Thomsen - 11m
Helgi Guðjónsson - 11m
Nikolaj Hansen - 10m

Dýrustu miðjumenn
Gylfi Sigurðsson - 13m
Jónatan Jónsson - 13m
Aron Sigurðarson - 12,5m
Höskuldur Gunnlaugsson - 12m
Aron Bjarnason - 12m
Tryggvi Haraldsson - 12m
Kjartan Halldórsson - 12m
Hallgrímur Steingrímsson - 11,5m
Fred - 11m
Valdimar Ingimundarson - 11m
Viktor Einarsson - 11m
Erlingur Agnarsson - 10,5m

Dýrustu varnarmenn
Kristinn Jónsson - 8m
Johannes Vall - 8m
Gunnar Vatnhamar - 7,5m
Viktor Margeirsson - 7,5m
Karl Gunnarsson - 7,5m
Daniel Obbekjær - 7,5m
Þorri Þórisson - 7,5m
Valgeir Valgeirsson - 7,5m
Jón Gislason - 7,5m
Örvar Örvarsson - 7,5m

Dýrustu markmennirnir
Anton Einarsson - 7,5m
Ögmundur Kristinsson - 7m
Ingvar Jónsson - 7m
Árni Ólafsson - 7m
Árni Einarsson - 7m

Smelltu hér til að taka þátt
Athugasemdir
banner