Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 11. maí 2021 22:51
Ívan Guðjón Baldursson
Hulda Margrét aftur til ÍA (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Hulda Margrét Brynjarsdóttir er gengin aftur til liðs við ÍA eftir að hafa verið fjarri knattspyrnuiðkun í nokkur ár vegna barneigna.

Hulda Margrét hefur búið í Noregi en er komin aftur til Íslands til að spila með Skagakonum yfir sumarið.

Hulda Margrét er fædd 1993 og hefur alla tíð spilað fyrir ÍA hér á landi. Hún hefur gert 5 mörk í 53 leikjum á ferlinum og var fastamaður í byrjunarliðinu sumarið 2017.

ÍA leikur í Lengjudeildinni og tapaði útileik gegn Gróttu í fyrstu umferð Íslandsmótsins.
Athugasemdir