„Það er erfitt að kyngja þessu,“ sagði Rúnar Kristinsson eftir 2-1 tap KR gegn Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld.
„Við gáfum þetta frá okkur á 25 mínútna kafla í fyrri hálfleik eftir að hafa byrjað vel og komist yfir þá féllum við alltof aftarlega á völlinn og leyfðum Stjörnunni að taka völdin í leiknum. Það nýttu þeir sér vel og skoruðu tvö mörk.“
„Við börðumst og lögðum allt í sölurnar til að reyna að jafna en það gekk ekki upp. VIð fengum fín færi til þess en þetta var ekki okkar dagur. Við duttum alltof djúpt eftir markið og þetta gerist stundum þegar lið reyna að verja fenginn hlut.“
Gary Martin átti afar hressilega innkomu í lið KR og fékk ágæt færi til þess að skora en hann byrjaði á bekknum. „Hann náði síðustu tveimur æfingunum fyrir þennan leik eftir að hafa verið tæpur. Við gátum ekki stillt honum í upphafi og urðum að hvíla hann aðeins og passa upp á hann.“
Aðspurður um hvað þurfi að laga hjá KR svaraði Rúnar þessu; „Það vantar ekkert í KR liðið. Við erum hörku lið. Eina sem þarf að gera er að sigra leiki og nýta færin okkar betur og fá færri færi á okkur.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hérna fyrir ofan.
Athugasemdir