Í kvöld fimmtudagskvöld klukkan 19:15 mætast U21-landslið Íslands og Makedóníu í undankeppni EM en leikurinn verður á Vodafone-vellinum. Um er að ræða fyrsta leik riðilsins.
„Það er spennandi verkefni framundan og við erum klárir í það verkefni og ætlum okkur sigur," segir miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson sem hefur verið afar öflugur með Breiðabliki í Pepsi-deildinni og er nánast kominn með áskrift í lið umferðarinnar.
„Það hjálpar manni að vera með mikið sjálfstraust. Ég er að mínu mati búinn að spila mjög vel og ætla að halda því áfram. Ég tek það flotta nesti með mér í leikinn gegn Makedóníu."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan en Oliver hvetur fótboltaáhugafólk til að kíkja á Vodafone-Hlíðarenda í kvöld.
Athugasemdir

























