Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fös 11. júní 2021 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Enskir gestaþjálfarar með námskeið hjá Gróttu í sumar
Paul Westren þjálfar hjá Gróttu í sumar.
Paul Westren þjálfar hjá Gróttu í sumar.
Mynd: Aðsend
Grótta býður upp á námskeiðið Æfðu eins og atvinnumaður / Train like a Pro fyrir krakka í 4. og 5. flokki í júní og júlí. Englendingarnar Paul Westren og Dom Ankers eru nýkomnir til landsins og munu stjórna námskeiðinu.

Þeir verða gestaþjálfarar hjá Gróttu í sumar en Paul hefur starfað víða um heim, m.a. fyrir Chelsea í Kína, á meðan Dom hefur unnið fyrir Norwich. Um er að ræða þrjár æfingar í viku sem bera yfirskriftina Trickster, Playmaker og Finisher.

Gunnlaugur Jónsson, íþróttastjóri Gróttu, segir að áhugi sé mikill og krakkar utan Seltjarnarnessins séu að skrá sig:

„Það er fullt á fyrsta námskeiðið en ef nógu margir skrá sig á biðlista þá munum við setja upp aukanámskeið. Það verða í mesta lagi 15 í hóp þar sem um afreksæfingar er að ræða. Við finnum fyrir miklum áhuga enda eru Paul og Dom spennandi þjálfarar með fjölbreytta reynslu. Krakkar úr öðrum félögum en Gróttu ætla að mæta á námskeiðin sem eru mjög skemmtileg tíðindi."

Skráning er í fullum gangi á sportabler.com/shop/grotta


Gunnlaugur Jónsson.
Athugasemdir
banner
banner