Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 11. júní 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mustafi olli mestum vonbrigðum
Mynd: Getty Images
Eftir hvert tímabil er nafnlaus könnun meðal leikmanna þýska boltans í boði þýska fjölmiðilsins Kicker.

Þar kjósa leikmenn um ýmsa hluti, meðal annars mestu vonbrigði tímabilsins.

Það kom engum á óvart að 75% leikmanna töldu Schalke vera vonbrigðalið tímabilsins, en sá leikmaður sem olli mestu vonbrigðum var Shkodran Mustafi.

Það vekur athygli í ljósi þess að Mustafi lék aðeins fyrir Schalke hálft tímabilið eftir að hann rifti samningi sínum við Arsenal til að hjálpa fallbaráttuliðinu.

Mustafi er samningslaus í dag, 29 ára gamall, en hann hefur fallið nokkuð langt niður eftir að hafa orðið heimsmeistari með þýska landsliðinu 2014.

Mustafi má þó eiga það að hann skoraði eitt mark fyrir Schalke, en hann er þá búinn að skora í fjórum bestu deildum Evrópu. Hann hefur skorað fyrir Sampdoria í Serie A, Valencia í La Liga og Arsenal í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner