Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fös 11. júní 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Villarreal kaupir Foyth frá Tottenham (Staðfest)
Tottenham hefur staðfest að Villarreal hafi nýtt sér forkaupsrétt á Juan Foyth og hefur Foyth skrifað undir á Spáni.

Foyth var á láni hjá Villarreal frá Spurs í vetur og vann Evrópudeildina með liðinu í maí.

Foyth lék 32 leiki á ferli sínum með Tottenham og skoraði eitt mark. Hann kom til Villarreal árið 2017 frá Estudiantes.

Villarreal er talið borga 15 milljónir evra fyrir argentínska varnarmanninn.
Athugasemdir