Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 11. júní 2024 18:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Luis Alberto til Katar (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Luis Alberto er genginn til liðs við Al-Duhail í Katar frá Lazio.


Lazio mun fá rúmlega 11 milljónir evra fyrir þennan 31 árs gamla Spánverja.

Alberto gekk til liðs við Lazio árið 2016 frá Liverpool en hann spilaði aðeins 12 leiki fyrir enska liðið tímabilið 2013-14 og var svo á láni hjá Malaga og Deportivo La Coruna áður en hann gekk til liðs við Lazio.

Hann lék 307 leiki fyrir Lazio og skoraði 52 mörk. Hann vann ítalska bikarinn árið 2019 með Lazio.


Athugasemdir
banner
banner
banner