Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   þri 11. júní 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Memphis um höfuðbandið: Hverjum er ekki sama?
Icelandair
Memphis Depay.
Memphis Depay.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Memphis Depay átti mjög góðan leik fyrir Holland í vináttulandsleik gegn Íslandi í gær. Þetta var síðasti leikur Hollendinga fyrir Evrópumótið.

Memphis, sem er markahæsti leikmaðurinn í hollenska hópnum fyrir mótið, var eftir leikinn spurður út í hvítt höfuðband sem hann hefur verið með í síðustu leikjum.

Höfuðbandið minnir einna helst á eitthvað sem leikmaður í NBA-deildinni í körfubolta myndi spila með.

„Hverjum er ekki sama?" sagði Memphis þegar hann var spurður út í höfuðbandið.

„Þetta lítur frábærlega út á mér og hjálpar mér með svitann. Kærastan mín er mjög ánægð með bandið. Þetta er nýtt lúkk og mér líður vel með það. Ég er þegar farinn að hugsa um hvaða lit ég ætla að vera með á bandinu í Þýskalandi."
Athugasemdir
banner
banner
banner