Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   þri 11. júní 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Messi: Real Madrid er besta lið í heimi
Lionel Messi í leik með Barcelona gegn Real Madrid
Lionel Messi í leik með Barcelona gegn Real Madrid
Mynd: Getty Images

Barcelona goðsögnin Lionel Messi segir að Real Madrid sé besta liðið í heiminum í dag.


Í viðtali hjá ESPN tjáði Messi sig um Real Madrid og Manchester City sem Pep Guardiola, hans fyrrum stjóri hjá Barcelona, stýrir í dag.

„Ef við erum að tala um hvað varðar úrslit er Real Madrid [besta lið í heimi], þeir eru ríkjanid meistarar í Meistaradeildinni," sagði Messi.

„Ef við erum að tala um hvernig liðið spilar þá fíla ég persónlega City liðið hans Guardiola. Hvaða lið sem Guardiola stýrir er sérstakt út af því hvernig hann er, hvernig hann æfir, hvernig hann vinnur og hvernig hann lætur liðið sitt spila. Hvernig liðið spilar er það City og hvað varðar úrslit er það Real Madrid."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner