Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. júlí 2021 16:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sagði mér fugl að Pétur í Breiðablik væri nánast frágengið"
Lengjudeildin
Pétur fagnar marki með Gróttu.
Pétur fagnar marki með Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það ganga um sögur þess efnis að sóknarmaðurinn Pétur Theódór Árnason sé á leið í Breiðablik.

„Það sagði mér fugl að Pétur Theódór í Breiðablik væri nánast frágengið, hann væri á leiðinni í Kópavoginn," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum í gær.

„Áhugavert," svaraði Tómas Þór Þórðarson.

Pétur Theódór er markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar með 13 mörk í 11 leikjum.

Þjálfarar Breiðablik þekkja hann vel; Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason unnu með honum í Gróttu.
Útvarpsþátturinn - EM Hjammi, Theodór Elmar og Kjartan Henry
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner