Það var mikið vesen sem skapaðist fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu á Evrópumótinu.
Leikið er á Wembley í London og voru margir stuðningsmenn Englands mjög æstir fyrir leik.
Fjöldi fólks reyndi að komast á völlinn án miða og sumum tókst það. Öryggisgæsla í kringum völlinn var ekki nægilega góð - langt því frá.
Tariq Panja, blaðamaður New York Times, birtir myndband á Twitter sem var tekið inn á vellinum í kvöld. Á myndbandinu - sem er frekar óhugnalegt - má sjá þegar slagsmál brutust út inn á vellinum. Ekki er vitað nákvæmlega hvað gerist þarna á myndbandinu en þarna voru mikil ólæti.
Hér að neðan má sjá myndbandið sem var birt, en það er ekki fyrir viðkvæma.
This footage from inside the stadium this evening pic.twitter.com/g3vTYrKwDu
— tariq panja (@tariqpanja) July 11, 2021
Athugasemdir