Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   sun 11. júlí 2021 06:00
Victor Pálsson
Staðfestir viðræður á milli Onana og Lyon
Það er ekki víst að markmaðurinn Andre Onana sé á leið til Arsenal eins og búist var við fyrr í sumar.

Onana er að kveðja lið Ajax í Hollandi en hann er nú í keppnisbanni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.

Nú er Lyon að vinna í því að tryggja sér Onana en umboðsmaður leikmannsins staðfesti þessar fregnir í gær.

„Já það er áhugi, félögin eru að ræða saman," sagði umboðsmaðurinn við Voetbal Primeur.

Onana er 25 ára gamall og hefur verið aðalmarkvörður Ajax undanfarin fimm ár.
Athugasemdir
banner
banner