„Taplausir á heimavelli, nýjum heimavelli í Úlfarsárdal þannig mér líður bara mjög vel aðsjálfsögðu. Alltaf gott og léttir að vinna leiki, erfiður leikur á móti öflugu liði þannig mjög sætt." voru fyrstu viðbrögð Jón Þóris Sveinssonar þjálfara Fram eftir sigurinn á FH í kvöld
Lestu um leikinn: Fram 1 - 0 FH
Framarar voru heilt yfir aðeins betri í fyrri hálfleik og komust yfir snemma í síðari hálfleik en löggðu þá liðið til baka og var Nonni spurður út í upplegg liðsins í kvöld
„Uppleggið var ekki að komast yfir og leggjast til baka en það gerist svona ósjálfrátt kannski þegar þú ert að sækja sigur og við vorum yfir lengi á móti þeim í fyrri leiknum og þeir kláruðu það með nokkrum mörkum í lok leiks og uppbótartíma, kannski sat það eitthvað í mönnum og það gerist oft ósjálfrátt að menn svona hörfa til baka og reyna verja forustuna en við gerðum það mjög vel í dag."
„Það voru ekki margar hættur sem að sköpuðust þó þeir væru mikið með boltann hérna úti í vellinum þá var frábær barátta,vinnsla og hugur í mínu liði í dag og þetta var bara virkilega sætur sigur."
Framarar vörðust gríðarlega vel í kvöld og var Nonni ánægður með varnarleikinn. Jón Þórir var einnig spurður út í komu Brynjars Gauta Guðjónssonar sem var frábær í kvöld og þá hrósaði Jón Þórir einnig Almarri Ormarssyni sem hefur komið vel inn í Fram liðið.
„Ég er virkilega ánægður með hann. Við lögðum aðeins áherslu á varnarleikinn og við unnum aðeins í honum í vikunni og við vitum alveg að til þess að safna stigum í þessari deild þá urðum við að fækka mörkunum á okkur og það gékk svo sannarlega í dag og vonandi höldum við áfram á þeirri braut."
„Hann vann fyrir stigunum í dag, alveg klárlega. Hann er virkilega mikill karakter og öflugur varnarmaður sem og Almarr sem við bættum við líka sem er búin að spila einhverjum leikjum fleiri."
„Fyrst og fremst koma þeir með gífurlega mikla reynslu í þessari deild og það skiptir líka bara miklu máli. Við erum með ungt lið eða reynslulítið lið í þessari deild þó það séu margir leikmenn með marga leiki að þá hafa ekki margir spilað marga leiki í þessari deild og það er bara öðruvísi spennustig og betri andstæðingar"
„Fyrir okkur er eina sem skiptir máli er okkar stigasöfnun og við verðum bara dæmdir af henni í lok móts, þannig við bara sjáum hvernig staðan verður í lok September þegar deildinni verður skipt upp og við ætlum bara að reyna safna eins mörgum stigum þangað til að því kemur."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.