Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
Danijel Djuric: Kvikmynd sem var ógeðslega gaman að leika í
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
   fim 11. júlí 2024 22:28
Sverrir Örn Einarsson
Chris Brazell mjög ósáttur við spurningu fréttaritara
Lengjudeildin
Fátt gengur upp hjá Chris Brazell og Gróttu þessa daganna
Fátt gengur upp hjá Chris Brazell og Gróttu þessa daganna
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Chris Brazell þjálfari Gróttu var að vonum svekktur er hann mætti í viðtal við Fótbolta.net að loknum leik Keflavíkur og Gróttu í kvöld. 2-1 tap Gróttu gerði töpin alls sex í röð hjá Gróttu sem er tilfinning sem illa venst. Chris var ekki að flækja hlutina og sagði sem rétt er.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Grótta

„Það er aldrei gott að tapa og er bara sársaukafullt,“

Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik heilt yfir þar sem Grótta komst þó yfir gaf liðið mikið eftir í þeim síðari sem Keflvíkingar nýttu sér til hins ítrasta og tryggðu sér sigur. Hvað olli?

„Ef ég vissi svarið við þeirri milljón dollara spurningu. Í fyrri hálfleik og ég held að andstæðingurinn geti verið sammála vorum við líklega betra liðið. Stjórnuðum leiknum, skoruðum mark og hefðum að minnsta kosti átt að skapa fleiri færi, En í síðari hálfleik þá gáfum við eftir. Ég held að eins og gengi okkar hefur verið þá sé það alltaf erfitt að vinna leiki að því leiti að það er sálfræðiþáttur að baki. Við höfum verið í forystu í leikjum að undanförnu og kastað því frá okkur í síðustu fjórum leikjum og tapað. Það auðvelda að gera er að reyna að tryggja að í næsta leik þegar við fáum tækifæri til að koma þessu frá okkur og það munum við reyna að gera.“

Eftir jafn erfitt gengi og Grótta hefur upplifað að undanförnu er engin efi farinn að setjast í þjálfara og leikmenn?

„Það er alltaf efi. Efi er hluti af lífinu og ég held að þú getir spurt hvaða þjálfara sem er og auðvitað hafa þeir efasemdir og slíkt hið sama gildir um leikmenn. Það er ótti, efi og áhyggjur sem er eðlilegt fyrir alla hvort heldur í íþróttum eða lífinu almennt. Þetta snýst samt um hvernig þú tekst á við það og það góða við það er að þú færð tækifæri til að vera hugrakkur. Mér fannst við vera það í dag sem er allt sem við getum reynt að vera.“

Líkt og fyrr segir hefur gengi Gróttu að undanförnu verið erfitt og langt er um liðið síðan liðið fagnaði stigi og hvað þá sigri. Fréttaritara lék forvitni á að vita hvort að Chris væri enn fullur sjálfstrausts á eigin getu til þess að snúa gengi liðsins við? Spurning sem vægast sagt var þjálfara Gróttu ekki að skapi.

„Ef ég væri það ekki þá væri ég ekki hér. Til að vera hreinskilinn þá virði ég ekki þessa spurningu þína. Ég er klárlega öruggur á eigin getu þó allir efist. Ef þú vilt spyrja betri spurninga þá endilega því ég hef ekki áhuga á að svara spurningum sem þessum.“

Sagði Chris en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner