Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
Arnar Gunnlaugs: Með brostið hjarta þegar maður fékk þessi tíðindi
Úr botnliðinu í toppliðið - „Þýðir að ég hafi gert eitthvað rétt"
‚Menn geta fylgst með honum í framtíðinni‘
Baldvin segir sinn mann hafa verðskuldað rauða spjaldið
Jakob blóðugur eftir viðskipti við Orra Sigurð: Frekar ósáttur með þetta
Túfa: Brotið á honum í tvígang og þarf að skoða staðsetninguna á Viðari
Már Ægisson: Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt
Haddi ánægður með stuðninginn - „Virkilega góður dagur fyrir KA"
Rúnar Kristins: Það lögðu allir sitt á vogarskálarnar
Viðar Örn: Get ekki beðið eftir því að skora í næsta leik
Jökull: Skiptir mig meira máli en einhverjar fyrirsagnir
Dominic: Erfitt að hafa svona stutt á milli leikja
Rúnar Páll: Ódýrt víti, gefins víti réttara sagt
Höskuldur: Ísak er sterkur strákur
Halldór Árna: Ég var ekkert sáttur við það heldur
Sveinn Gísli: Gaman að fá loksins að spila eitthvað
Heimir Guðjóns: Of margir í mínu liði sem vildu ekki fá boltann
Arnar Gunnlaugs: Sveinn Gísli, þú ert ekki að fara fet
Brynjar ósáttur: Þarf að kíkja í reglubókina
Selfyssingar með gott forskot fyrir versló - „Strákahelgi framundan"
   fim 11. júlí 2024 22:57
Sölvi Haraldsson
Óli Íshólm: Mun sakna Hlyns
Ólafur hélt hreinu í kvöld
Ólafur hélt hreinu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst við koma út mjög tilbúnir í þetta. Síðan fannst mér við hleypa þeim inn í leikinn og þeir tóku stjórnina. Við ræddum það svo í hálfleik að við þyrftum að taka frumkvæðið strax. Við byrjuðum hins vegar á afturfótunum þangað til við skoruðum. Síðan var þetta bara að halda út, 1-0.“ sagði Ólafur Íshólm, markmaður Fram, eftir 1-0 sigur á KR í Úlfarsárdalnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 KR

KR hentu öllu fram undir lok leiks til þess að reyna að bjarga stigi.

Þetta er kannski bara eðlilegt. Þeir reyndu að sækja sigurinn en við að verja hann. Síðan misstu menn hausinn á lokamínútunum en sem betur fer náðum við að halda þetta út án skakkafalla og án þess að fá á okkur færi hér í lokin.

Það sauð allt upp úr undir lok leiks þegar Tryggvi Snær, leikmaður Fram, og Alex Þór, leikmaður KR, fengu báðir gult spjald. Þá fékk Pálmi Rafn, þjálfari KR einnig gult spjald fyrir mótmæli. Ólafur var afar rólegur þegar allt þetta átti sér stað.

Nei ég sá þetta ekki, ég stend bara í markinu. Ég er ekkert að skipta mér að þessu.

Ólafur er mjög sáttur með daginn í dag og að ná að hjálpa liðinu að vinna leikinn. Hann gerði gífurlega vel í lokin að kýla boltann frá þegar allir leikmenn vallarins voru inni í vítateig Fram, svo greip hann seinustu spyrnu leiksins.

Ég er í marki til að reyna að gera þetta, að hjálpa liðinu. Ég náði að gera það í dag sem er mjög jákvætt.“

Hlynur Atli Magnússon lagði skóna á hilluna í aðdraganda leiksins en Ólafur fékk þann heiður að spila með honum í Fram.

Fyrst og fremst toppmaður, hann er mikill vinur minn. Það verður söknuður af honum í klefanum. Þetta er mikill karakter og leiðtogi, við munum allir sakna hans. En hann hefur fundið þetta að það var kominn tími, þá verður bara að virða það.“ sagði Ólafur Íshólm, markmaður Fram, að lokum.

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner