Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 11. júlí 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Félagaskipti Gibbs-White í uppnámi - Forest ræðir við lögfræðinga
Mynd: EPA
Tottenham virtist svo gott sem vera búið að landa Morgan Gibbs-White frá Nottingham Forest en fréttir frá Englandi í dag eru á þá leið að Forest hafi kvartað út af Tottenham í þessum félagaskiptum og litið sé á að skiptin séu í algjörri biðstöðu.

Tottenham virkjaði riftunarákvæði í samningi enska miðjumannsins og mátti út frá því fara áfram með félagaskiptin, en Forest hefur kvartað vegna þess að Tottenham setti sig í samband við leikmanninn án þess að biðja um leyfi til þess.

Forest er að ræða við lögfræðinga og skoðar að leita réttar síns vegna framkomu Tottenham. Forest hefur slitið öllum samskiptum við Tottenham í bili.

Forest er einnig á því að það hafi verið trúnaðarbrestur í aðdraganda tilboðs Tottenham varðandi riftunarákvæðið í samningi Gibbs-White, því tilboðið hljóðaði upp á nákvæmlega þá upphæð.

Það er óvíst hvort að þetta verði til þess að skiptin geti ekki gengið í gegn. Hvorki Tottenham né Forest tjáðu sig við Sky Sports þegar þau voru spurð út í stöðuna.

Riftunarákvæðið fyrir enska landsliðsmanninn er 60 milljónir punda.
Athugasemdir