Íslenska kvennalandsliðið tapaði gegn Noregi í lokaleik sínum á EM 2025 í gær en liðið náði ekki í stig á mótinu þar sem liðið tapaði einnig gegn Finnlandi og Sviss.
Ísland hefur spilað 16 leiki í lokakeppni EM. Liðinu hefur gengið afar illa þegar komið er á stóra sviðið.
Liðið tapaði 4-3 gegn Noregi í gær en Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson sagði frá því á X eftir leikinn að þetta var í fyrsta sinn sem Ísland skorar fleira en eitt mark í leik á EM.
Sveindís Jane Jónsdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir skoruðu mörk Íslands.
Liðið hefur aðeins unnið einn leik, gert fjögur jafntefli og tapað ellefu af leikjum sínum á EM í sögunni. Eini sigurinn til þessa kom á EM 2013 þegar liðið vann Holland 1-0 en Dagný Brynjarsdóttir skoraði markið.
Leikurinn við Noreg í kvöld er fyrsti leikur Íslands af 16 í lokakeppni EM þar sem íslenska landsliðið skorar fleira en eitt mark í leik. Getum tekið það út úr þessu til að vera á jákvæðum nótum. Einn sigur, fjögur jafntefli og ellefu töp er hins vegar ekki eins jákvæð tölfræði.
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) July 10, 2025
Athugasemdir