Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 11. ágúst 2020 13:44
Elvar Geir Magnússon
Adam Páls kominn í Víking Reykjavík (Staðfest)
Adam Ægir Pálsson.
Adam Ægir Pálsson.
Mynd: Víkingur
Sóknarleikmaðurinn Adam Ægir Pálsson hefur gengið í raðir Víkings í Reykjavík frá Keflavík. Hann hefur gert samning til 2023.

Adam, sem er fæddur árið 1998, var eitt ár í 2. flokki Víkings svo hann þekkir til hjá félaginu.

Víkingur er í sjöunda sæti Pepsi Max-deildar karla.

Adam hefur gert góða hluti með Keflvíkingum í Lengjudeildinni á þessu tímabili en hann hefur skorað 4 mörk í 8 leikjum.

Hann var valinn leikmaður sjöttu umferðar af Fótbolta.net og hefur tvisvar verið í liði umferðarinnar.

Þetta er missir fyrir Keflavík sem er í 3. sæti með 17 stig eftir fyrstu átta leikina í Lengjudeildinni.

Sóknarleikmaðurinn Atli Hrafn Andrason er á leið frá Víkingi til Breiðabliks eins og greint var frá í morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner