Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 11. ágúst 2020 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Hrafn: Vonandi komumst við ekki að því
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, ræddi við Heisa Heison á Blikar TV um dráttinn gegn Rosenborg í forkeppni Evrópudeildarinnar en hann er nokkuð bjartsýnn á verkefnið.

Breiðablik spilar við Rosenborg á Lerkendal-leikvanginum í Noregi í forkeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn fer fram þann 27. ágúst.

Blikar gáttu mætt nokkrum öflugum andstæðingum en Óskar er sáttur með að dragast gegn Rosenborg. Liðin mættust síðast árið 2011 en Rosenborg vann heimaleikinn 5-0 á meðan Blikar svöruðu í Kópavogi með 2-0 sigri.

„Við erum sáttir við dráttinn. Við gátum lent á móti þremur öflugum liðum. Skosku liðunum Aberdeen og Motherwell og svo Rosenborg. Ég held að Rosenborg sé ágætis kostur. Þetta er öflugt lið en ferðalagið er þægilegt og á þessum tímum setur maður það hátt á listann," sagði Óskar við Blikar TV.

„Það er betra að fara til Noregs heldur en Skotlands. Rosenborg er mjög öflugt lið og íslensk lið hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum við það í gegnum tíðina þannig verkefnið er erfitt en skemmtilegt."

„Við vitum að Rosenborg hefur löngum verið risi í fótbolta á norðurlöndunum. Þeir eru í fimmta sæti í deildinni og gengið í gegnum þjálfaraskipti í byrjun tímabilsins. Grunnliðið og sterkustu póstarnir í liðinu eru mjög öflugir og unnu Sarpsborg 5-1 um helgina og hafa verið að ná mjög góðum úrslitum á heimavelli."

„Á einhverju ári voru þeir sterkari en þeir eru í dag. Þeir eru mjög öflugir samt."


Ekkert hefur verið spilað á Íslandi frá 30. júlí en það gildir til 13. ágúst. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, gaf þó til kynna í gær að fótboltinn gæti farið aftur af stað á næstu dögum.

„Eins og allir þá bíðum við eftir því hvaða skilaboð við fáum. Einhverjir sjá möguleika á að við getum spilað á sunnudag gegn Víkingi og það yrði frábært en erfitt í dag að rýna í stöðuna. Það er jákvætt að þessi drög um nýjar reglur og harðari reglur eru komnar fram. Það segir okkur það að það sé eitthvað að gerast og jákvætt að Þórólfur segir að það sé möguleiki."

„Það væri erfiður undirbúningur fram að Evrópuleik ef allt væri í frosti fyrir þennan leik. Við fögnum því. Vonandi komumst við ekki að því og lendum ekki í þeirri aðstöðu að þurfa að undirbúa liðið án þess að mega æfa með snertingu og spila leiki og það yrði erfitt og nær vonlaust verkefni."

„Lerkendal er frábær leikvangur en vissulega tómur. Völlurinn er góður og umgjörðin eins best og er á kosið. Þegar dregið var í morgun var ekkert endilega í spilunum að við myndum spila fótbolta þennan mánuðinn en við tökum þessu verkefni og reynum að gera okkar besta."


Lið hafa þurft að æfa fótbolta án snertingar og hefur það gengið vel til þessa og tveggja metra reglan virt en hann vonast til tveggja metra reglan verði afnumin í nýju reglunum.

„Við höfum reynt að haga æfingum þannig eftir fremsta megni að menn séu ekki að snertast og það hefur gengið ágætlega hingað til og svo vonandi rýmkar aðeins möguleiki okkar á að keyra upp æfingar þegar nýjar reglur koma og þá léttir þetta aðeins en vonum það," sagði hann í lokin.


Athugasemdir
banner
banner