banner
   þri 11. ágúst 2020 23:39
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldinho aftur í klípu - Bauð fyrirsætum í partí í stofufangelsinu
Ronaldinho
Ronaldinho
Mynd: Getty Images
Brasilíska goðsögnin Ronaldinho gistir á lúxushóteli í Paragvæ þessa dagana en bíður eftir að mál þeirra verður tekið fyrir. Hann virðist þó hafa komið sér í klípu en hann hefur undanfarna daga verið að bjóða fyrirsætum í partí á meðan hann er í stofufangelsi.

Ronaldinho og bróðir hans voru handteknir í Paragvæ í mars fyrir að vera með fölsuð vegabréf en þeir sátu á bakvið lás og slá í mánuði áður en þeim var sleppt úr haldi.

Bræðurnir eru nú í stofufangelsi á lúxushóteli í Paragvæ á meðan þeir bíða eftir að málið verður tekið fyrir en þeir eru búnir að koma sér í klípu.

Ronaldinho hefur undanfarnar vikur verið að bjóða fyrirsætum í partí en þeir leysa þær út með gjöfum og áfengi. Það er brot á samkomulagi sem bræðurnir gerðu við yfirvöld og gætu þeir komist í klípu fyrir það.

Málið verður tekið fyrir í næstu viku en talið er að þeir fái tveggja ára skilorðsbundinn dóm og greiði 85 þúsund pund í sekt. Þeir vonast því eftir því að komast til Brasilíu í næstu viku en einkalíf Ronaldinho kom honum oft í klandur á knattspyrnuferlinum.

Hann stundaði þá iðju mikið er hann var á mála hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi og þá var það í samningnum hans hjá Flamengo að hann fengi að kíkja á næturlífið tvo daga í viku.

Ronaldinho var skemmtikraftur á vellinum og er talinn einn besti knattspyrnumaður allra tíma. Hann var valinn besti leikmaður heims árið 2005 og 2006. Þá vann hann allt sem leikmaður getur unnið á ferlinum með bæði félags- og landsliði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner