banner
   fim 11. ágúst 2022 09:30
Elvar Geir Magnússon
De Jong færist nær Chelsea - Launakröfur Rabiot setja strik í reikninginn
Powerade
Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona.
Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona.
Mynd: Getty Images
Adrien Rabiot.
Adrien Rabiot.
Mynd: Getty Images
Cody Gakpo í leik með hollenska U21 landsliðinu.
Cody Gakpo í leik með hollenska U21 landsliðinu.
Mynd: EPA
Það er slúðurtími. Í pakkanum í dag má meðal annars finna De Jong, Fofana, Gomez, Rabiot, Gakpo, Sarr og Kalimuendo. Njótið.

Chelsea er tilbúið að kaupa hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (25) og gabonska framherjann Pierre-Emerick Aubameyang (33) ef Barcelona ákveður að selja þá. (Sky Sports)

Chelsea er nálægt því að ná samkomulagi við Barcelona um tæplega 70 milljóna punda kaupverð á De Jong. (Sport)

Chelsea bíður eftir ákvörðum frá De Jong sem vill frekar fara á Stamford Bridge en ganga í raðir Manchester United. Chelsea er einnig að vinna í því að fá franska varnarmanninn Wesley Fofana (21) frá Leicester. (Times)

Manchester United hefur ekki gefist upp á að reyna við De Jong og eru forráðamenn félagsins bjartsýnir um að hann fari á Old Trafford þegar búið er að leysa flækjuna varðandi vangoldin laun hjá Barcelona. (90min)

Varnarmaðurinn Gerard Pique (35) hefur boðist til að spila launalaust fyrir Barcelona til að hjálpa félaginu að standast fjárhagsreglur og skrá nýja leikmenn. (AS)

Danski varnarmaðurinn Andreas Christensen (26) og Fílabeinsstrendingurinn og miðjumaðurinn Franck Kessie (25), sem báðir gengu í raðir Barcelona í sumar, gætu farið á frjálsri sölu ef ekki verður hægt að skrá þá fyrir fyrsta leik í La Liga á laugardaginn. (ESPN)

Liverpool býr sig undir að verðlauna Harvey Elliott (19) með nýjum samningi, aðeins ári eftir að hann skrifaði undir síðasta samning sinn. (Mail)

Juventus er nálægt því að ná samkomulagi við Barcelona um kaup á hollenska sóknarleikmanninum Memphis Depay (28). (Sport)

Manchester City er að gera 11 milljóna punda tilboð í spænska varnarmanninn Sergio Gomez (21) hjá Anderlecht sem búist er við að verði frágengið í dag. (Mail)

City er að reyna að fá annan vinstri bakvörð áður en félagaskiptaglugganum verður lokað, sama hvort Gomez komi eða ekki. (Manchester Evening News)

Paris St-Germain er nálægt því að ná samkomulagi við Rennes um 21 milljón punda kaupverð á franska framherjanum Arnaud Kalimuendo (20) sem er einnig á óskalista Leeds United. (L'Equipe)

Launakröfur franska miðjumannsins Adrien Rabiot (27) hafa stíflað viðræður hans við Manchester United. (Gazzetta dello Sport)

Cody Gakpo (23) segir að líklegra sé að hann verði áfram hjá PSV Eindhoven ef liðið kemst í Meistaradeild Evrópu. Hollenski vængmaðurinn og samherjar hans mæta Rangers í tveimur umspilsleikjum um sæti í Meistaradeildinni. (Manchester Evening News)

Darren Fletcher (24) ferðaðist fyrir hönd Manchester United til að fylgjast með Ismaila Sarr (24), leikmanni Watford, gegn West Brom á þriðjudag. (Mail)

Javier Hernandez (34), fyrrum sóknarmaður Manchester United, segist tilbúinn að fara frítt aftur til United til að aðstoða vegna skorts á sóknarmönnum. Mexíkóinn spilar í dag fyrir LA Galaxy. (Sun)

Chelsea hefur áhuga á króatíska bakverðinum Josip Juranovic (26) hjá Celtic. Atletico Madrid og Manchester United hafa einnig áhuga á honum. (90min)

Spænski miðvörðurinn Pablo Marí (28) hjá Arsenal er nálægt því að ganga í raðir Monza á láni. (Independent)

Juan Mata (34), fyrrum miðjumaður Manchester United og Chelsea, hefur hafnað tilboðum frá bandarískum MLS-félögum. Mata er án félags og heldur áfram leit sinni að nýjum vinnuveitendum. (Marca)

AC Milan hefur hafið viðræður við Sambi Lokonga (22) hjá Arsenal en ítalska félagið vill bæta við sig miðjumanni. (Football Italia)
Athugasemdir
banner
banner
banner