Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 11. ágúst 2022 20:57
Haraldur Örn Haraldsson
Eiður Smári: Gott fyrir alla að fara inn í klefann fagnandi loksins
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH var ánægður með lið sitt eftir að þeir unnu 4-2 gegn Kórdrengjum í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.


Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  4 FH

„Tilfinningin er mjög góð, kannski ef maður á að vera mjög krítískur þá gerðum við lífið okkur svolítið erfitt í dag. Við vorum með yfirhöndina og vissum að við myndum vera mestmegnis með boltan en við gefum færi á okkur og þetta var alveg hörkuleikur. Ánægjulegt að koma inn í hálfleik 3-2 yfir og svo í rauninni eins og við töluðum um í hálfleik að spila boltanum eins mikið og við getum, hreyfa boltan, láta þá hlaupa á eftir okkur og fjórða markið myndi koma að sjálfu sér."

Það er töluvert langt síðan FH vann síðast þannig þessi sigur hlýtur að gefa liðinu heilmikið.

„Ég held að það sé gott fyrir alla, gott fyrir klefann, gott fyrir leikmenn að fá þá tilfinningu bara að fara inn í klefan fagnandi loksins. Það gefur okkur ekki mikið annað en gleði tilfinningu í kvöld og svo byrja á morgun að undirbúa okkur fyrir smá stríð í Vestmannaeyjum á sunnudaginn."

Vuk Oskar meiðist í upphitun og svo þarf Gunnar Nielsen og Eggert Gunnþór að fara útaf í hálfleik vegna meiðsla.

„Vuk fann aðeins til og hann gat ekki sagt mér að hann væri 100% þannig að við vildum ekki taka neina áhættu og sama má segja um Eggert og Gunna. Gunni var ekki nógu öruggur og er með smávægileg hnémeiðsl, Eggert aftan í lærinu þannig við bara treystum því að menn séu klárir og þeir voru það svo sannarlega þeir sem komu inn í liðið hvort sem það var Máni (Austmann) sem byrjaði fyrir Vuk eða strákarnir sem komu inn á í hálfleik, þeir voru bara klárir í verkefnið."

Steven Lennon skoraði þrennu í dag en hefur ekki skorað mikið á tímabilinu. Þetta er þá vonandi fyrir hann og FH liðið byrjunin á fleiri mörkum fyrir hann.

„Ég hef svo sem aldrei efast um hann og að hann muni skora mörk. Auðvitað er erfitt fyrir framherja alveg sama hver þú ert og hvar þú spilar þegar líður of langur tími milli marka en ég hef alltaf haft trú á því að allt í einu myndi þetta springa og vonandi er þetta bara upphafið á fullt af mörkum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir