Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   sun 11. ágúst 2024 17:34
Sölvi Haraldsson
Arteta vildi lítið tjá sig um framtíð Nketiah
Arteta var fámáll eftir Lyon leikinn í dag.
Arteta var fámáll eftir Lyon leikinn í dag.
Mynd: John Walton

Eddie Nketiah, leikmaður Arsenal, hefur verið orðaður við Marsille mjög hressilega seinustu vikur. Roberto De Zerbi, stjóri Marsille, er mjög hrifinn af enska framherjanum og vill óður fá hann til Frakklands.


Arteta var spurður út í Nketiah eftir 2-0 sigur hans manna í dag gegn Lyon í æfingaleik á Emirates leikvangnum en hann vildi lítið tjá sig um framtíð enska framherjans.

 „Allir leikmennirnir sem eru hérna, það eru mestu líkurnar að þeir muni vera áfram hjá okkur. Það er ástæðan þeir eru hérna.“ sagði Arteta og bætti svo við.

 „Við skulum bíða og sjá. Við metum stöðuna frá degi til dags og munum gera það ef við þurfum að taka ákvarðanir. Í augnablikinu þurfum við það ekki.“

Nketiah er sagður vilja sjálfur fara til Marsille en félagið er ekki til í að kaupa hann á þá upphæð sem Arsenal hefur sett á enska framherjann. Núna er möguleiki að hann fari til franska liðsins á láni.


Athugasemdir
banner