Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   sun 11. ágúst 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Barcelona ekki tilbúið að selja Vitor Roque
Mynd: EPA

Barcelona fundaði með umboðsmönnum brasilíska leikmannsins Vitor Roque og ákvörðun hefur verið tekin um að senda hann á lán áður en félagaskiptaglugginn lokar í sumar.


Roque gekk til liðs við Barcelona frá Athletico Paranaense í heimalandinu í janúar en hann kom aðeins við sögu í 14 leikjum og var ekki sáttur með spilatímann sem hann fékk.

Það hefur legið í loftinu lengi að hann muni yfirgefa Barcelona en félagið er eingöngu tilbúið að lána hann þar sem félagið hefur mikla trú á þessum 18 ára gamla framherja.

Félög á borð við Porto, Lazio og Napoli hafa sýnt honum áhuga.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner