Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   sun 11. ágúst 2024 14:00
Sölvi Haraldsson
Milos þjálfari ársins í Sameinuðu arabísku Furstadæmunum
Milos gerði vel á seinasta tímabili.
Milos gerði vel á seinasta tímabili.
Mynd: Al Wasl

Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Breiðabliks og Víkings, er þjálfari ársins í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.


Milos er að þjálfar liðið Al Wasl en þeir urðu bæði bikarmeistarar og landsmeistarar í fyrra í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.

Milos þakkaði öllum leikmönnum, þjálfurum og starfsmönnum liðsins fyrir í Instagram færslu sem hann gaf út í dag. Hann vitnaði í orð Svetislav Pesic, eins virtasta körfuboltaþjálfara heims, í færslunni sinni.

There is no good Coach without good players”.

Þetta var fyrsta tímabil Milos með liðið sem verður að teljast mjög góður árangur en hann er samningsbundinn til ársins 2026. Milos þekkir það að vinna titla.

Milos vann serbneska meistaratitilinn og bikarinn með Rauðu stjörnunni í fyrra og árið þar á undan varð hann sænskur bikarmeistari með Malmö.

Milos er bæði með íslenskt og serbneskt ríkisfang. Hér á landi stýrði hann Breiðabliki og Víkingi, en hann spilaði einnig hér sem leikmaður áður en skórnir fóru upp á hillu.


Athugasemdir
banner
banner
banner