Newcastle reynir áfram að fá Yoane Wissa frá Brentford en 25 milljón punda tilboði var hafnað fyrr í sumar.
Þessi 28 ára gamli leikmaður neitar að æfa með Brentford og talað hefur verið um að hann sé búinn að pakka ofan í töskur og bíði eftir því að Brentford samþykki tilboð frá Newcastle.
Þessi 28 ára gamli leikmaður neitar að æfa með Brentford og talað hefur verið um að hann sé búinn að pakka ofan í töskur og bíði eftir því að Brentford samþykki tilboð frá Newcastle.
The Times greinir frá því að Newcastle sé að undirbúa 30 milljón punda tilboð í Wissa. Brentford vill hins vegar fá 40 milljónir punda fyrir hann.
Wissa skoraði 19 mörk og lagði upp fimm á síðasta tímabili. Brentford vill fá Dango Ouattara frá Bournemouth ef félagið selur Wissa.
Athugasemdir