Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bjóða 30 milljónir punda í Wissa
Mynd: EPA
Newcastle reynir áfram að fá Yoane Wissa frá Brentford en 25 milljón punda tilboði var hafnað fyrr í sumar.

Þessi 28 ára gamli leikmaður neitar að æfa með Brentford og talað hefur verið um að hann sé búinn að pakka ofan í töskur og bíði eftir því að Brentford samþykki tilboð frá Newcastle.

The Times greinir frá því að Newcastle sé að undirbúa 30 milljón punda tilboð í Wissa. Brentford vill hins vegar fá 40 milljónir punda fyrir hann.

Wissa skoraði 19 mörk og lagði upp fimm á síðasta tímabili. Brentford vill fá Dango Ouattara frá Bournemouth ef félagið selur Wissa.
Athugasemdir