Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Henderson keypti drykki fyrir stuðningsmenn Crystal Palace
Mynd: EPA
Dean Henderson, markvörður Crystal Palace, var gjafmildur eftir sigur liðsins gegn Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn í gær.

Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Henderson varði tvær spyrnur.

Hann var mættur á bar í London eftir leikinn þar sem stuðningsmenn Crystal Palace voru og hann skildi eftir þúsund pund sem fór í drykki fyrir stuðningsmennina. Ekki slæmt.

Úrvalsdeildin hefst um næstu helgi þar sem Crystal Palace heimsækir Chelsea á Stamford Bridge á sunnudaginn.


Athugasemdir
banner
banner