
Helgin að baki og nú tekur við niðurtalning fyrir föstudaginn, þegar enska úrvalsdeildin fer af stað! Hér er slúðrið en BBC tekur saman það helsta sem fjallað er um í ensku götublöðunum og víðar.
Enski vængmaðurinn Jack Grealish (29) hefur samþykkt að ganga til liðs við Everton á láni frá Manchester City. (Teamtalk)
Chelsea og RB Leipzig eru í viðræðum um möguleg skipti, þar sem hollenski miðjumaðurinn Xavi Simons (22) gæti farið til Chelsea en franski framherjinn Christopher Nkunku (27) snúið aftur til þýska félagsins. (Guardian)
Senegalski framherjinn Nicolas Jackson (24) vill helst ganga til liðs við Newcastle United, fari svo að hann yfirgefi Chelsea í sumar. (Telegraph)
Newcastle bíður með að taka ákvörðun um kaup á Nicolas Jackson þar til framhaldið með sænska framherjann Alexander Isak (25) skýrist. (PA)
Newcastle hefur gert tilboð í Yoane Wissa (28) hjá Brentford en Liverpool fylgist náið með stöðu mála, þar sem félagið sér framherjann (28) sem valkost ef þeim mistekst að fá Isak. (Caught Offside)
Franski framherjinn Randal Kolo Muani (26) vill frekar ganga til liðs við Juventus en Newcastle eftir að hafa verið á láni hjá ítalska félaginu frá Paris St-Germain síðari hluta síðasta tímabils. (Teamtalk)
Steve Parish, stjórnarformaður Crystal Palace, segir að félagið muni selja fyrirliðann Marc Guehi (25) ef rétt tilboð berst til að forðast að missa hann frétt þegar samningur hans rennur út á næsta ári. (BBC)
AC Milan er í viðræðum um að fá danska framherjann Rasmus Höjlund (22). Félagið vill fá hann á láni með kaupmöguleika en Manchester United vill selja hann beint. (Sky Sports)
Manchester United vinnur nú að því að selja leikmenn eins og enska vængmanninn Jadon Sancho (25), argentínska vængmanninn Alejandro Garnacho (21) og brasilíska framherjann Antony (25) eftir að hafa fengið slóvenska framherjann Benjamin Sesko. (Standard)
Manchester United er að íhuga að semja við Dominic Calvert-Lewin (28) sem er án félags eftie að hafa yfirgefið Everton í lok síðasta tímabils. (Caught Offside)
Nottingham Forest hefur gert tilboð í franska miðjumanninn Soungoutou Magassa (21) hjá Mónakó. (L'Equipe)
Kostas Tsimikas, vinstri bakvörður Liverpool (29), er nálægt því að yfirgefa félagið eftir að hafa verið utan hóps í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Nottingham Forest hefur sýnt Grikkjanum áhuga. (Echo)
Besiktas og Fenerbahce eru bæði áhugasöm um Jonathan Rowe (22) hjá Marseille, meðan Rennes og Atalanta hafa einnig verið orðuð við enska vængmanninn (22). (L'Equipe)
Jamaíski framherjinn Michail Antonio (35) hefur staðfest að hann er í viðræðum við félög bæði á Englandi og erlendis eftir að hann yfirgaf West Ham í lok síðasta tímabils. (Talksport)
Enzo Fernandez mun ekki yfirgefa Chelsea í sumar þrátt fyrir orðróm um að París Saint-Germain vilji fá argentínska miðjumanninn (24). (Fabrizio Romano)
Al-Nassr í Sádi-Arabíu hefur komist að samkomulagi við franska vængmanninn Kingsley Coman (29) um að koma frá Bayern München. (Bild)
Sunderland hefur sýnt áhuga á að fá enska varnarmanninn Lloyd Kelly (26) frá Juventus. (Gazzetta dello Sport)
Miðjumaðurinn Abdoulaye Doucoure (32) hefur gengið í raðir Sádi-arabíska liðsins Neom á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Everton. (L'Equipe)
Athugasemdir