Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 11. september 2019 22:36
Mist Rúnarsdóttir
Hildur Antons: Maður hlýðir þessum kjúklingum
Kvenaboltinn
Hildur átti frábæra innkomu hjá Blikum
Hildur átti frábæra innkomu hjá Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við börðumst fram á 90. mínútu. Við héldum alltaf áfram þrátt fyrir að lenda tvisvar undir og náðum svo að komast yfir í lokin,“ sagði Hildur Antonsdóttir, leikmaður Breiðabliks, aðspurð um uppskriftina að sigrinum á Sparta Prag í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Sparta Prag

Hildur hefur verið að glíma við meiðsli og byrjaði á bekknum í dag. Hún kom inná í stöðunni 2-1 fyrir gestunum og það er óhætt að segja að innkoma Hildar hafi breytt leiknum.

„Maður vill koma inná til að breyta leiknum og ég ákvað bara að setja baráttuna í fyrsta sæti. Mér fannst það alveg skila sér og ég komst þannig inn í leikinn.“

„Ég er ekki búin að spila í þrjár vikur svo það var uppsöfnuð spenna yfir að fá að spila aftur. Þetta voru fyrstu 30 mínúturnar og mér fannst þær ganga vel svo ég byggi ofan á það,“
sagði Hildur en hún lagði upp sigurmark Blika eftir mikla baráttu í vítateig tékkneska liðsins.

„Ég hefði getað skotið en fékk boltann í legghlífina og svo var fullt af mönnum í kringum mig en Karó kallaði á boltann út og ég bara hlýddi. Maður hlýðir þessum kjúklingum,“ sagði Hildur létt.

„Það gefur okkur meðbyr að vinna og við höldum bara áfram og reynum að vinna seinni leikinn líka,“ sagði Hildur að lokum en nánar er rætt við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner