banner
   mið 11. september 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Steini Halldórs: Förum áfram ef við náum tveimur góðum leikjum
Þorsteinn Halldórsson.
Þorsteinn Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við eigum ágætis möguleika," segir Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, um möguleika liðsins gegn Sparta Prag í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fyrri leikur liðanna fer fram á Kópavogsvelli klukkan 19:15 í kvöld.

„Ef við náum að spila tvo góða leiki þá tel ég að við förum áfram. Sparta er með líkamlega sterkt og hávaxið lið, spila nokkuð beinskeytt og beita töluvert mikið löngum boltum.

Sparta Prag hefur tuttugu sinnum orðið tékkneskur meistari og þar má finna marga öfluga landsliðsmenn.

„Við höfum kynnt okkur þær nokkuð vel. Séð leikina sem þær hafa spilað á þessu tímabili og reynt svo að undirbúa okkur sem best út frá því," sagði Þorsteinn en lið Breiðabliks er í góðum gír fyrir leikinn. „Hópurinn er svona nánast 100% heill og allar klárar í leikinn."

Breiðablik er í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn við Val og þessi lið mætast í hálfgerðum úrslitaleik í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn.

„Þetta er ekki draumastaðan að spila með svona stuttu millibili þetta mikilvæga leiki en við tökum því og njótum þeirra forréttinda að vera í þessari stöðu," sagði Þorsteinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner