Mikil meiðsli eru í vörn Arsenal fyrir leikinn gegn Fulham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.
Fimm miðverðir eru fjarri góðu gamni en það eru David Luiz,
Sokratis Papastathopoulos, Calum Chambers, Pablo Mari og Shkodran Mustafi.
Fimm miðverðir eru fjarri góðu gamni en það eru David Luiz,
Sokratis Papastathopoulos, Calum Chambers, Pablo Mari og Shkodran Mustafi.
Arsenal keypti miðvörðinn Gabriel Magalhaes frá Lille í sumar og hann byrjar líklega á morgun sem og hinn 19 ára gamli William Saliba sem var á láni hjá St Etienne á síðasta tímabili.
Vinstri bakvörðurinn Kieran Tierney gæti einnig byrjað í þriggja manna vörn Arsenal og Rob Holding kemur einnig til greina.
Athugasemdir