fös 11. september 2020 12:24
Magnús Már Einarsson
Arsenal án fimm miðvarða um helgina
Mikil meiðsli eru í vörn Arsenal fyrir leikinn gegn Fulham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.

Fimm miðverðir eru fjarri góðu gamni en það eru David Luiz,
Sokratis Papastathopoulos, Calum Chambers, Pablo Mari og Shkodran Mustafi.

Arsenal keypti miðvörðinn Gabriel Magalhaes frá Lille í sumar og hann byrjar líklega á morgun sem og hinn 19 ára gamli William Saliba sem var á láni hjá St Etienne á síðasta tímabili.

Vinstri bakvörðurinn Kieran Tierney gæti einnig byrjað í þriggja manna vörn Arsenal og Rob Holding kemur einnig til greina.
Enski boltinn - Breytt staða hjá Arsenal
Athugasemdir
banner
banner