Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. september 2020 19:11
Aksentije Milisic
Midtjylland án Mikaels tapaði - Nói lék í jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
SoenderjyskE og Midtjylland spiluðu opnunarleikinn í dönsku Superliga í kvöld.

Ísak Óli Ólafsson var ónotaður varamaður hjá heimamönnum og þá var Mikael Anderson ekki í leikmannahópnum hjá gestunum en hann hefur verið orðaður burt frá félaginu. Leiknum lauk með 2-0 sigri SoenderjyskE og því slæm byrjun á tímabilinu hjá dönsku meisturunum.

Alexander Bah og Haji Wright skoruðu mörkin fyrir heimamenn í síðari hálfleik.

Þá var Nói Ólafsson í byrjunarliði Senica sem heimsótti Zlate Moravce í slóvösku úrvalsdeildinni í kvöld. Nói spilaði allan leikinn sem endaði með 2-2 jafntefli.

Senica er í áttunda sæti deildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner