Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
banner
   fös 11. september 2020 18:29
Aksentije Milisic
Sara kom inn af bekknum í sigri Lyon
Sara Björk Gunnarsdóttir var á varamannabekk Lyon í dag þegar liðið mætti Reims í annari umferð í frönsku úrvalsdeildinni.

Lyon var 2-0 yfir í háfleik með mörkum frá Nikita Parris og Oceane Deslandes. Sara kom inn á í upphafi síðari hálfleiks fyrir Buchana.

Tveimur mínútum áður en Sara kom inn á skoruðu gestirnir þriðja markið en þar var að verki Janice Cayman og því mjög öruggur sigur Lyon stúlkna staðreynd.

Gestirnir fengu rautt spjald í uppbótartíma en það kom ekki að sök. Lyon er í efsta sæti deildarinnar eftir tvær umferðir en Reims situr í því sjöunda.


Athugasemdir
banner