Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
banner
   lau 11. september 2021 23:07
Magnús Þór Jónsson
Heimir: Ég hef gert mistök
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson var auðvitað svekktur eftir 0-3 tap sinna manna í Val gegn Breiðablik í kvöld, úrslit sem þýða að Valsmenn sitja í 5.sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.

Vandræðin okkar í kvöld var að við héldum boltanum illa innan liðsins en ég ætla ekkert að taka af Blikunum, þeir voru góðir í þessum leik. Við áttum möguleika í byrjun seinni hálfleiks og mér fannst að það lið sem skoraði fyrsta markið færi langt með leikinn.
Þeir skoruðu fyrsta markið og kláruðu svo leikinn mjög vel.


Nú hafa Valsarar tapað 4 af 6 síðustu leikjum, getur Heimir sett fingur á hvar það er sem hlutirnir fara að verða erfiðir?

Það eru sannarlega vonbrigði eins og þú segir að hafa tapað 4 af síðustu 6 leikjum hjá jafn góðu og reyndu liði eins og Val og við þurfum að setjast niður eftir tímabilið og fara yfir hvað fór miður. Auðvitað stend ég hérna og ber ábyrgð á liðinu og verð að líta í eigin barm, ég hef örugglega gert mistök á leiðinni og þá þarf að lagfæra það.

Valsmenn fara næst á Ísafjörð og leika þar við Vestra í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar, sá leikur hefur orðið enn meiri meiningu fyrir þá eða hvað?

Við þurfum bara að hugsa um þennan leik. Endurheimt á morgun og svo förum við að einbeita okkur að Vestra, það er farsælast að taka bara einn leik í einu.

Nánar er rætt við Heimi í viðtalinu sem fylgir.


Athugasemdir
banner