Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 11. september 2021 23:07
Magnús Þór Jónsson
Heimir: Ég hef gert mistök
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson var auðvitað svekktur eftir 0-3 tap sinna manna í Val gegn Breiðablik í kvöld, úrslit sem þýða að Valsmenn sitja í 5.sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.

Vandræðin okkar í kvöld var að við héldum boltanum illa innan liðsins en ég ætla ekkert að taka af Blikunum, þeir voru góðir í þessum leik. Við áttum möguleika í byrjun seinni hálfleiks og mér fannst að það lið sem skoraði fyrsta markið færi langt með leikinn.
Þeir skoruðu fyrsta markið og kláruðu svo leikinn mjög vel.


Nú hafa Valsarar tapað 4 af 6 síðustu leikjum, getur Heimir sett fingur á hvar það er sem hlutirnir fara að verða erfiðir?

Það eru sannarlega vonbrigði eins og þú segir að hafa tapað 4 af síðustu 6 leikjum hjá jafn góðu og reyndu liði eins og Val og við þurfum að setjast niður eftir tímabilið og fara yfir hvað fór miður. Auðvitað stend ég hérna og ber ábyrgð á liðinu og verð að líta í eigin barm, ég hef örugglega gert mistök á leiðinni og þá þarf að lagfæra það.

Valsmenn fara næst á Ísafjörð og leika þar við Vestra í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar, sá leikur hefur orðið enn meiri meiningu fyrir þá eða hvað?

Við þurfum bara að hugsa um þennan leik. Endurheimt á morgun og svo förum við að einbeita okkur að Vestra, það er farsælast að taka bara einn leik í einu.

Nánar er rætt við Heimi í viðtalinu sem fylgir.


Athugasemdir
banner