Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   lau 11. september 2021 23:07
Magnús Þór Jónsson
Heimir: Ég hef gert mistök
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson var auðvitað svekktur eftir 0-3 tap sinna manna í Val gegn Breiðablik í kvöld, úrslit sem þýða að Valsmenn sitja í 5.sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.

Vandræðin okkar í kvöld var að við héldum boltanum illa innan liðsins en ég ætla ekkert að taka af Blikunum, þeir voru góðir í þessum leik. Við áttum möguleika í byrjun seinni hálfleiks og mér fannst að það lið sem skoraði fyrsta markið færi langt með leikinn.
Þeir skoruðu fyrsta markið og kláruðu svo leikinn mjög vel.


Nú hafa Valsarar tapað 4 af 6 síðustu leikjum, getur Heimir sett fingur á hvar það er sem hlutirnir fara að verða erfiðir?

Það eru sannarlega vonbrigði eins og þú segir að hafa tapað 4 af síðustu 6 leikjum hjá jafn góðu og reyndu liði eins og Val og við þurfum að setjast niður eftir tímabilið og fara yfir hvað fór miður. Auðvitað stend ég hérna og ber ábyrgð á liðinu og verð að líta í eigin barm, ég hef örugglega gert mistök á leiðinni og þá þarf að lagfæra það.

Valsmenn fara næst á Ísafjörð og leika þar við Vestra í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar, sá leikur hefur orðið enn meiri meiningu fyrir þá eða hvað?

Við þurfum bara að hugsa um þennan leik. Endurheimt á morgun og svo förum við að einbeita okkur að Vestra, það er farsælast að taka bara einn leik í einu.

Nánar er rætt við Heimi í viðtalinu sem fylgir.


Athugasemdir
banner