Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mán 11. september 2023 15:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ari hafnaði erlendum félögum: Tímapunkturinn alls ekki réttur
Ari á æfingu í dag.
Ari á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er í hópnum hjá U21 landsliðinu.
Er í hópnum hjá U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er virkilega spennandi. Þetta verður erfiður leikur en við erum með sterkt lið," sagði Ari Sigurpálsson, leikmaður U21 landsliðsins, við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag. Á morgun spila strákarnir við Tékkland í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins 2025.

„Við þurfum að halda okkur við gildin okkar, verjast saman sem lið og klára einföldu hlutina. Þá kemur rest."

Strákarnir í U21 landsliðinu hreiðra um sig í kvennaklefanum hjá Víkingi í þessu verkefni.

„Við erum í kvennaklefanum, þær eru þrefaldir meistarar og vonandi hjálpar það eitthvað. Það er rosaleg upprisa í Víkingi sem er geggjað."

Ari meiddist í deildarleik gegn Val á dögunum en hann kveðst ekki klár í að byrja á morgun. „Nei, ég held ekki. Ég held ég sé ekki klár í það. Ég er bara búinn að taka nokkrar æfingar," sagði Ari en hann segist tilbúinn að taka hlutverk í það að koma inn af bekknum.

Ég er ekki stressaður
Það hafa verið sögur af áhuga á Ara erlendis frá. Arminia Bielefeld í Þýskalandi og HamKam sýndu honum áhuga áður en glugginn lokaði.

„Mér fannst tímapunkturinn alls ekki réttur. Ég er búinn að spila lítið og ég hef verið mikið meiddur. Ég er í geggjuðu verkefni í Víkinni. Ég er bara tvítugur. Markmiðið er að fara út en ég get orðið tvöfaldur meistari í næstu viku. Ég vildi ekki sleppa því," sagði Ari.

„Ég er ekki stressaður. Ég veit hvað ég get í fótbolta. Ef ég er heill og fæ að spila þá get ég fengið stórt lið úti."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner