
„Ég held að ég sé bara eins og öll þjóðin, við erum aðeins stressuð eftir síðustu ófarir en núna þurfum við bara að snúa bökum saman, ganga í sömu átt og styðja strákana en ég er skíthræddur við þetta," sagði Valtýr Björn Valtýsson fyrir leik Íslands og Bosníu sem hefst núna klukkan 18:45 á Laugardalsvelli.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 0 Bosnía og Hersegóvína
„Ég óska þess að við vinnum en ég er skíthræddur við að við töpum þessum leik. Þeir eru með þarna Dzeko þarna frammi sem ég hef aldrei þolað og sérstaklega eftir að hann var í Inter, en hann er drullugóður, spurning með formið á honum. Hjörtur og Gulli þeir þurfa að böggast svolítið í honum og láta finna aðeins fyrir sér, þá kveinkar hann sér og dettur út og þá hafa þeir ekkert eftir."
Hvernig spáir Valtýr leiknum í kvöld gegn Bosníu?
„Ég spái jafntefli. 1-1, 2-2 og ég ætla að segja að Willum skori, segjum 2-2 og Orri skorar líka, hann skorar fyrra markið."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir