Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. október 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freysi: Okkur langar til að loka þessari grýlu
Icelandair
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson var í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn gegn Danmörku í Þjóðadeildinni. Leikurinn hefst klukkan 18:45.

Erik Hamren og Freyr gera tvær breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum gegn Rúmeníu. Kári Árnason er meiddur og Sverrir Ingi Ingason kemur inn í vörnina. Þá byrjar Jóhann Berg Guðmundsson á bekknum en Rúnar Már Sigurjónsson kemur inn í liðið. Rúnar fer því á miðjuna og Birkir Bjarnason færist út á kantinn.

„Möguleikarnir eru fínir. Þetta verður að sjálfsögðu hörkuleikur á móti frábæru liði," sagði Freyr.

„Við megum ekki hleypa þeim af stað í 'possession' spil á okkar síðasta þriðjungi fyrst og fremst. Þeir mega alveg vera með boltann í öftustu línu ef við erum í 'shape-i'. Það eru líka tækifæri þegar þeir eru að spila frá markmanni og djúpt í öftustu línu að pressa á þá. Við þurfum að vera hugaðir eins og gegn Rúmeníu. Þeir vilja mikið halda í boltann og eru góðir í því."

Ísland hefur aldrei unnið Danmörku. Er ekki kominn tími á fyrsta sigurinn?

„Við erum komnir hérna til að vinna. Okkur öllum Íslendingum langar að loka þessari grýlu, okkur langar til að vinna Dani. Við berum mikla virðingu fyrir þeim, en það er kominn tími til að stíga fast til jarðar og gera allt sem við getum til að vinna," sagði Freyr.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Athugasemdir
banner